Yfirlýsing: úrsögn úr Frjálslynda flokknum

Pistlar
Share

Á síðastliðnu vori varð alvarlegur ágreiningur milli mín og nokkurra annarra forystumanna flokksins, þar á meðal formanns og varaformanns, um afstöðu til flóttamanna frá Palestínu, sem hafði verið boðið að koma til Akraness og setjast að hér á landi. Vissulega var afstaða mín í því mál einörð og lítt sveigjanleg og ég tók eindregna stöðu með komu flóttamannanna óháð trúarbrögðum þeirra.

Það mál hefur dregið langan slóða á eftir sér og grafið undan trausti og samstarfi innan flokksins. Við slíkt er ekki hægt að búa til lengdar.

Ég tel óhjákvæmilegt að verulegar breytingar verði í áherslum og forystusveit Frjálslynda flokksins og tekið af ákveðni á óhefluðum samskiptum sem viðgengist hafa innan flokksins, ef von á að vera til þess að endurreisa trúverðugleika hans sem baráttutæki fyrir nauðsynlegum breytingum í þjóðfélaginu.

Sjónarmið mín hafa ekki hlotið undirtektir forystu flokksins sem hyggur ótrauð á endurkjör.

Eftir fundarhöld og samtöl síðustu daga er það niðurstaða mín að víkja af þessum vettvangi og hef með bréfi dags. í gær sagt mig úr Frjálslynda flokknum.
Mér þykir leitt að til þessa hafi þurft að koma en tel að fullreynt sé eftir margra mánaða árangurslausar tilraunir að ekki náist fram nauðsynlegar úrbætur.

Athugasemdir