Orkulindir Íslands, sameign þjóðarinnar.

Pistlar
Share

Þingflokkur Frjálslynda flokksins leggst gegn áformum um einkavæðingu orkustofnana að svo stöddu og ítrekar samþykkt sína frá júlí síðastliðnum.

Sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar verður að tryggja á eftirfarandi hátt:

• með áframhaldandi eign ríkis eða sveitarfélaga á orkufyrirtækjum, þar til að komin er á raunveruleg samkeppni á orkumarkaði.

• Með aðskilnaði almenningsveitna, svo sem vatns- og frárennslisveitna, frá samkeppnisrekstri orkusölufyrirtækja og frá rekstri orkufyrirtækja í útrás á erlendum mörkuðum.

• Með löggjöf sem tryggir forræði þjóðarinnar yfir nýtingu orkunnar og sanngjarnan
hlut hennar og íbúa einstakra landssvæða með greiðslu afgjalds fyrir réttindin.

Grundvöllurinn í orkunýtingarstefnu ríkisins og þjóðarinnar er að allar auðlindir verði nýttar í almannaþágu, fyrir fólkið í landinu, en ekki einvörðungu fyrir erlenda stórfjárfesta.

Þingflokkur Frjálslynda flokksins skorar á ríkisstjórnina að vinna að nauðsynlegri löggjöf um auðlindanýtingu, á þeim forsendum sem lýst er að framan, og lýsir sig reiðubúinn til þess að vinna með ríkisstjórninni að þeirri stefnu með þau sjónarmið að leiðarljósi sem áður eru nefnd í þessari yfirlýsingu.

fréttatilkynning frá þingflokknum í dag.

Athugasemdir