Vísa vikunnar (93):Þegar fjöldinn fer á stjá

Molar
Share

5. febrúar 2007:

Nú er leitað í smiðju Aðalsteins Valdimarssonar á Strandseljum í Ögursveit.

Strandamenn taka vel á móti ferðamönnum og þar er rekin fjölskrúðugri ferðaþjónusta en víða annars staðar:

Þegar fjöldinn fer á stjá
og flæðir yfir land með span
gul og rauð og græn og blá
græðir ferðaþjónustan.

Athugasemdir