Vísa vikunnar (76): Engan svíkur andans þing

Molar
Share

3. sept. 2006.

Landsmót hagyrðinga var haldið 26. ágúst á Hólmavík. Eins og vænta mátti var farið með margar frumortar vísur á mótinu og verður vonandi þeim gerð skil síðar ef því sem unnt er.
Á aðgöngumiðanum var að finna þessa vísu, merkt GIJ:

Engan svíkur andans þing
á ýmsu ríkur lumar.
Þú hittir slíkan hagyrðing
á Hólmavík í sumar.

Athugasemdir