Vísa vikunnar ( 15 ) : Ferskeytlu að festa á blað

Molar
Share

Dýrfirðingurinn Elís Kjaran Friðfinnsson á vísu vikunnar. Þessi staka rennur áreynslulaust, en leynir á sér :

Vandalaust oft virðist það
að velja orðin saman.
Ferskeytlu að festa á blað
finnst mér stundum gaman.

Ég get ekki stillt mig um að láta fylgja aðra með.

Elli breytist ekki neitt
eins og dæmin sanna.
Þó að bætist eitt og eitt
ár við tilvist manna.

Athugasemdir