Aðalsteinn Valdimarsson, bóndi á Strandseljum í Ögursveit, yrkir um uppbyggingu á Ströndum sem tengd er menningarstarfsemi:
Uppbygging mikil er á Ströndum,
ekkert skal fjötrað deyfðarböndum,
gengur því allt með glans.
Reisa þar heljar miklar hallir
hugmyndasmiðir feikna snjallir
og kotbýli kuklarans.
Athugasemdir