Upplýsingar um eignir, starf og fleira.

Pistlar
Share

Í framhaldi af samþykkt þingmanna Framsóknarflokksins um samræmda upplýsingargjöf birti ég hér upplýsingar sem mig varðar.

1. Engin hlutabréfaeign, en sjá 7 b.
2. Engar eignir eða innistæður í samvinnufélögum, sparisjóðum eða sameignarfélögum.
3. Engar fasteignir aðrar en til eigin búsetu.
4. Engin sjálfstæður atvinnurekstur eða annar atvinnurekstur eða aðild að slíku.
5. störf utan þings :Formaður stjórnar Tryggingarstofnunar ríkisins, mánaðarlaun kr. 93.333.
6. Engar boðsferðir eða gjafir.

7. a. Átti hlutabréf í Þorbirninum í Grindavík nafnverð kr. 32.123. Selt í fyrra í framhaldi yfirtökutilboði frá nokkrum eigendum. Hlutafjáreignin var upphaflega í Ósvör hf í Bolungavík, sem stofnað var 1993 til þess að kaupa eignir þrotabús Einars Guðfinnsonar hf. Þorbirningar eiguðust fyrirtækið og stungu af með verðmætin suður til Grindavíkur.
b. keypti í fyrra hlutabréf að nafnverði kr. 50.000 í Hrauni í Öxnadal ehf. Félagið hefur þann tilgang að reka fræðasetur að Hrauni í Öxnadal, kynna verk, líf og starf Jónasar Hallgrímssonar og vinna að því að stofna þjóðgarð í landi Hrauns í Öxnadal. Hlutabréfið hefur ekki verið gefið út.
Kristinn H. Gunnarsson

Reglurnar sem voru samþykktar voru birtar hér en hafa verið fjarlægðar að sinni, þar sem þær verðar kynntar sérstaklega á morgun. Reglurnar verða birtar hér að því loknu.

Athugasemdir