Ísafjarðarflugvöllur í mars 2005

Greinar
Share

Á ferð um Ísafjarðarflugvöll 13.mars 2005 tók ég þessar myndir í flugstöðinni.

Gísli Hjartason var staddur þarna sem oftar, líklega að safna að sér efni í næstu þjóðsögur af Vestfirðingum.

Jón Fanndal Þórðarson sér um veitingasöluna. Jón er kraftaverkamaður og var aðalhvatamaður að Heimastjórnarhátíð alþýðunnar á Ísafirði á síðasta sumri, þegar honum þótti sem ráðamenn þjóðarinnar hefðu gleymt þjóðinni og forsetanum við skipulagningu hátíðahalda vegna 100 ára afmælis heimastjórnar.

Jón Fanndal á tali við Sigurð Hjartarson, örugglega um málefni sjómanna og smábáta.

Athugasemdir