Ágætu þingfulltrúar.
Ég flyt ykkur kveðjur þingflokks Framsóknarmanna og árna ykkur velfarnaðar í störfum ykkar á þessu þingi.
Hagsmunamál neytenda eru fjölmörg og margþætt. Segja má að þau grípi inn á nánast hvert svið þjóðlífsins allt frá vöruviðskiptum til heilbrigðisþjónustu svo dæmi séu nefnd. Í stjórnkerfinu er skilgreiningin þrengri og neytendamál falla undir verksvið viðskiptaráðuneytisins.
Ég vil fyrst gera grein fyrir helstu málum á komandi vetri frá ráðuneytinu.
Til skoðunar er löggjöf um réttindi og skyldur fjármálafyrirtækja. Í íslenskri löggjöf er kveðið ítarlega á um réttindi og skyldur fjármálafyrirtækja í tengslumvið viðskpti með verðbréf en minna er um ákvæði er varða réttindi og skyldur í öðrum tegundum þjónustu svo sem í hefðbundinni bankaþjónustu.Erlendis er víða verið að setja löggjöf um þetta efni og um ráðgjöf á sviði fjármálaþjónustu til neytenda. Dæmi um það eru norsk lög um fjármálasamninga og sænskt frv. um ráðgjöf á sviði fja´rmálaþjónustu. Bretar hafa nýlega sett fjármálaþjónustulöggjöf. meðal þess sem tekið hefur verið til umræðu í tengslumvið ofangreinda lagasetningu er aðgangur almennings að bankaþjónustu og réttur fjármálafyrirtækja til þess að breyta vöxtum og öðrum þjónustugjöldum á samningstímanum. Tekið er á mörgum þáttum fjármálaþjónustu út frá sjónarhóli neytenda í skýrslu Norræna ráðherraráðsins (bankservice) sem kom út á þessu ári.
Ákveðið hefur verið að skipa nefnd til að undirbúa stefnumótun á þessu sviði. Skal nefndin yfirfara erlenda umræðu um samningsskilmála og réttindi og skyldur fjármálafyrirtækja og athuga íslenskar aðstæður.
Í undirbúningi er í ráðuneytinu frumvarp um neytendakaup sem verður væntanlega lagt fram í vetur. Er meiningin að þar verði í einum lagabálki ákvæði sem vernda neytendur í lausafjárkaupum. Ástæðan fyrir fyrirhuguðum breytingum er að svonefnd kaupalagatilskipun hefur nýlega verið felld inn í EES samninginn. Þar eru ákvæði sem ganga lengra í að vernda neytendur en gildandi kaupalög frá 2000 gera.
Í framangreindri kaupalagatilskipun ESB er einnig að finna ákvæði um ábyrgðarskírteini sem fylgja eiga nýjum vörum.
Reynslan sýnir að oft hafa seljendur útbúið ábyrgðarskírteini með fallegum lýsingum sem síðar reynast vera villandi fyrir neytendur og jafnvel veita minni rétt en kaupendur eiga að njóta samkvæmt gildiandi lögum um galla á seldum hlut.
Í íslenskum lögum hafa ekki verið ítarleg ákvæði um ábyrgðarskírteini en í viðskiptaráðuenytinu er í undirbúningi frv. sem miðar að þ´vi að setja reglur um þetta efni. Stefnt er að því að leggja það fram á Alþingi í vetur.
Fyrir nokkrum árum flutti viðskiptaráðherra frumvarp til innheimtulaga nokkrum sinnum á Alþingi án þess að málið yrði útrætt. Ágreiningur kom upp sem ekki reyndist unnt að útkljá og hefur málið ekki verið flutt síðustu árin. Ég tel lítinn ávinning í því að flytja málið útþynnt. Megin tilgangur frv. er að setja reglur um innheimtugjaldfallinna peningakrafna sem eru neytendum til hagsbóta. Það er sérstaklega nauðsynlegt að reisa skorður við innheimtuþóknun sem lögmenn og aðrir innheimtuaðilar taka sér og verja þannig skuldara sem eðli máls samkvæmt standa höllum fæti í samskiptum sínum við innheimtumennina. Þetta er kjarni frumvarpsins og ég er eindregið þeirrar skoðunar að efni frumvarpsins verði að lögfesta og það fyrr en seinna. Málið er fyrst og fremst í höndum viðskiptaráðherra en það eru ekki miklar líkur á því að óbreyttu að frv. verði flutt sem stjórnarfrumvarp en ég tel það koma vel til greina að það verði flutt sem þingmannafrumvarp, en þá verður að hafa í huga að mun minni líkur eru á því að það nái fram að ganga.
Ég vil að lokum nefna tvö mál sem þarft er að lögfesta en þau varða löggjöf um ábyrgðamenn og greiðsluaðlögun.
Sú hugmyndafræði sem unnið er eftir og mótar löggjöf um þessar mundir er byggð á því að skapa samkeppnisþjóðfélagið á sem flestum sviðum. Meiningin er að samkeppni milli aðila leiði til þess að framboð á vörum og þjónustu verði fjölbreytt og að verð verði lægri en ella. Löggjöfin á að skapa skilyrði fyrir samkeppni og setja leikreglur á markaðnum og stofnanir eða aðrir aðilar eiga síðan að hafa eftirlit með þeim sem starfa á markaðnum.
Þróunin síðustu árin hefur á mjög mörgum sviðum verið á þá lund að ástæða er til þess að staldra við. Fákeppni og jafnvel einokun einkenna æ fleiri greinar og skyldir aðilar eiga leiðandi fyrirtæki í ólíkum atvinnugreinum.
Matvörumarkaðnum er ágætlega lýst í skýrslu Samkeppnisstofnunar sem kom út í maí á síðasta ári. Þar er lýst viðskiptaháttum og verðþróun. Tvö fyrirtæki ráð um 2/3 hluta smásölumarkaðarins og um 80_90% af innkaupum matvöruverslana á dósa- og pakkavöru fari genum tvö birgðahús. Rakin eru dæmi um það að verðlækkun frá framleiðendum skilar sér ekki í lægra smásöluverði eða að verð í smásölu hækkar meira en verð frá framleiðendum og einnig dæmi um að afslættir til smásöluverslana komi ekki fram í verði vörunnar til neytandans. Ljóst er að endurskoða þarf viðskiptahættina og færa þá til betri vegar. Niðurstaða Samkeppnisstonunar er að verð er langoftast hæst í Reykjavík þegar bornar eru saman 700 tengundir dagvöru í rúmlega 80 vöruflokkum, en könnunin náði til nokkurra borga erlendis auk Reykjavíkur.
Ég held að þetta dæmi lýsi ágætlega stöðunni. Fákeppnin leiðir til minni samkeppni og það virðist vera einkenni markaðarins og aðilar leitast við að draga úr samkeppni auk þess að almenn hagræðingarsjónarmið hvetja til stækkunar fyrirtækja og saman leiðir þetta til fákeppnisaðstæðna á markaðnum. Þesar aðstæður eru greinilegar á matvörumarkaðnum, í byggingarvörum, flutningum bæði á sjó og landi, flugi einkum innanlandsflugi, á fjármálamarkaði, olíu og bensínsölu svo eitthvað sé nefnt. Sama þróun er í sjávarútvegi þótt málið snúi ekki að neytendum með sama hætti. Þá er hringamyndum að verða sýnileg en dæmi er um aðila sem eru orðnir ráðandi eða mjög sterkir í ólíkum greinum og geta þannig haft tök á samkeppnisaðilum t.d. gegnum ítök í bankakerfinu.
Spurningin er hvernig eigum við að bregðast við ?
Á að halda sig við samkeppnisþjóðfélagið og reyna að efla samkeppnina á nýjan leik ? T.d. með því að setja mörk á hlutdeild eins aðila í markaði og skipta þeim sem eru of stórir, setja reglur um eignarhald fyrirtækja í sömu atvinnugrein sem eiga í samkeppni, takmarka möguleika á hringamyndun, styrkja eftirlitastofninar o.s.frv. Þetta er örugglega hægt í sumum greinum, en hvað á að gera í öðrum þar sem skilyrði virðast ekki vera fyrir hendi t.d. í innanlandsflugi eða ferjusiglingum?
Þegar það er athugað að íslendingar eru innan við 300 þúsund manns held ég að það sé borin von að hér geti verið samkeppnisþjóðfélag sem sjást í milljónaþjóðfélögum. Fámennið býður einfaldlega ekki upp á að samkeppnin geti verið að öllu leyti sú lausn se vonast er eftir. Þá verður að grípa til annarra leiða til þess að verja hagsmuni neytandans.
Mín niðurstaða að það eigi að halda áfram að treysta samkeppnisaðstæður þar sem unnt með nauðsynlegri löggjöf til að vinna gegn fákenppni og hringamyndun og þar sem virk samkeppni verður ekki við komið verður líka að tryggja hag neytandans þótt með öðrum leikreglum verði.
Athugasemdir