Vísa vikunnar ( 125): Treysti gengi farsæld fríð

Molar
Share

3. október 2008.

Að Þessu sinni er efni sótt í vísnakver Daníels Ben, sem kom út 1960. Hér koma þrjár sléttubandavísur:

Treysti gengi farsæld fríð,
fremdir drenginn skreyti,
hreysti lengi blómstri blíð,
bagi enginn þreyti.

Renna árin, blikna brár,
buga fárin þrána,
brenna tárin sorgar-sár,
svíða, hárin grána.

Fjallahringur blikar blár,
benda fingur tinda.
Hjalla-bringum Kári knár
kvæði syngur vinda.

Athugasemdir