Vísa vikunnar: ( 112): Kemur eftri vetur vor

Molar
Share

14. janúar 2008.

Að þessu sinni eru sóttar tvær stökur í ljóðasafn Elíasar Mikaels Vagns Þórarinssonar, bónda frá Hrauni í Keldudal við Dýrafjörð, sem ber nafnið Andbyr.

Fyrri stakan endurspeglar einmitt yfirskriftina og er þannig:

Geng ég um í grafarskuggann,
glaðar stundir þakka vil.
Nú er komin nótt á gluggann,
nú er enginn morgunn til.

Síðari vísan er til Hrólfs sonar Elíasar og nú er bjartara yfir:

Kemur eftir vetur vor,
vaxa blóm í haga.
Litlum fót er létt um spor
langa sólskinsdaga.

Athugasemdir