10. desember 2007.
Heimasíðuhöfundi barst í dag góð gjöf, nýútkomin ljóðabók Bjargeyjar Arnórsdóttur frá Tindum í Geiradal, sem nú er komið inn í hinn nýlega Reykhólahrepp. Bókin ber nafnið Vestfjarðavísur og bókarkápuna prýðir mynd af hinum fallegu Vaðalfjöllum í Austur Barðatsrandarsýslu. Bókin er hin eigulegasta og eru lesendur kvattir til þess að verða sér úti um eintak af bókinni.
Bókin, sem barst í dag, er árituð af höfundi og að sjálfsögðu fylgdi með vísa í kaupbæti:
Um átthagana oft ég kveð
eins og dæmin sýna.
Á þá sinni mildi með
megi sólin skína.
Athugasemdir