26. september 2007.
Benedikt Þorkelsson fæddist að Belgsá í Fnjóskadal þann 15. febrúar 1850. Hann var kunnur hagyrðingur á sinni tíð. Á sjötugsafmæli sínu orti hann kvæðabálk í 34 vísum sem hann nefndi æfiminningu.
Fyrsta vísan er svona:
Lengjast skuggar, lækkar sól,
lífsins hallar degi.
Fjúka tekur fönn í skjól,
færð er þung á vegi.
Athugasemdir