Vísa vikunnar(75): Þó að gerist færri fundir

Molar
Share

28. ágúst 2006.

Vísu vikunnar er að finna á Láganúpi í Rauðasandshreppi hinum forna hjá Sigríði Guðbjartsdóttur. Höfundur er sonur hennar Guðbjartur Össurarson, sem býr fjarri heimahögum.

Þó að gerist færri fundir
en forðum daga urðu hér.
Góðum vinum glaðar stundir
og góða veislu þakka ber.

Athugasemdir