Vísa vikunnar(62): Nú er fundinn fyrsti varamaður

Molar
Share

Framsóknarmenn í Borgarfirði eru bjartsýnir fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og stefna hátt. Mýramaðurinn Bjarni V. Guðjónsson skildi eftir þessa vísu á kosningaskrifstofnunni í Borgarnesi og ber hún með sér að hreinn meirihluti B-listans er takmarkið, þar sem Valdimar Sigurjónsson, sem nefndur er í vísunni, er í 6. sæti listans.

Vel þá árar sérhver gerist glaður,
glymja spár og margbreytt orðafar.
Nú er fundinn fyrsti varamaður
flestir sjá að það er Valdimar.

Athugasemdir