Vísa vikunnar (96): Herjar þrautir holdið enn

Molar
Share

4. mars 2007:

Elías Mikael Vagn Þórarinsson frá Hrauni í Keldudal við Dýrafjörð var snjall hagyrðingur. Börn hans gáfu út, eftir hans dag, ljóðasafn hans og nefndu Andbyr og ættu ljóðaunnendur að nálgast það.

Eitt sinn er hann vann í sláturhúsinu á Þingeyri ásamt Friðfinni Sigurðssyni við fláningu orti Elías:

Herjar þrautir holdið enn
herðir giktin takið.
Farðu vel með "finnska" menn
svo fáirðu ekki í bakið.

Athugasemdir