Vísa vikunnar (90): Sólin gyllir Gölt og Spilli

Molar
Share

Miklar stillur geta verið í veðurblíðunni sem oft er á vestfirskum fjörðum. Snorri Sturluson yrkir svo í sumarblíðu á Súgandafirði. Göltur og Spillir eru fjöll við Súgandafjörð:

Sólin gyllir Gölt og Spilli
Geislar fylla fjörðinn minn
Nú er stilla stranda á milli
Stéli dillar æðurinn.

Athugasemdir