Vísa vikunnar (77): Lækkar sól við lagarsand

Molar
Share

13. sept. 2006.

Þekkt er vísa Kristjáns Jónssonar um Norðurland:

Yfir kaldan eyðisand
einn um nótt ég sveima.
Nú er horfið Norðurland
nú á ég hvergi heima.

Tekist hefur með góðra manna hjálp að finan sambærilegar vísur um aðra landshluta, em ekki eru tiltækar heimildir um höfunda, væri vel þegið ef lesendur gætu úr því bætt.

Vísa um Austurland er svona:

Lækkar sól við lagarsand
loks hún hverfur sýnum.
Alltaf verður Austurland
innst í huga mínum.

Athugasemdir