Vísa vikunnar (70):Biskupinn Jón honum jafna við má

Molar
Share

Kjartan Sigurjónsson, fyrrverandi skólastjóri á Ísafirði, er hestamaður mikill. Honum tókst eitt sinn að eignast hross með því að yrkja kvæði í snatri. Var haft á orði að engum hefði tekist þetta áður nema Jóni Arasyni biskup. Séra Hjálmar Jónsson frétti af þessi atviki og orti um hæl:

Biskupinn Jón honum jafna við má
með jákvæðan svipinn og bjartan.
Einasti munurinn á þeim er sá
að það á eftir að hálshöggva Kjartan.

Athugasemdir