Aðalsteinn L. Valdimarsson, bóndi á Strandseljum í Ögursveit yrkir um svo um fjölmenningarsamfélagið fyrir vestan:
Undan sjer nú velta vanda þungum
Vestfirðingar sem þeir engan dylji.
Þjóðabrotin tala mörgum tungum,
tæpast von að hver hjer annan skilji.
Magnast þannig misskilningur getur,
minnkar þá um traust og gagnleg kynni.
Fordómarnir fá að vaxa betur
mót framandlegu málfari og skinni.
En ef við þeirra göllum viljum gleyma
gestrisnin mun ekki talin sóun.
Þetta fólk vill eiga hjerna heima.
Hún er bara svona tímans þróun.
Athugasemdir