Vísa vikunnar (52): Sigurjón með sagnabálk

Molar
Share

Sigurjón Þórðarson, alþingismaður er einn þeirra sem stígur varla í ræðustól án þess að skammast út í Framsóknarflokkinn og þingmenn hans. Sakar hann þá gjarnan um að svíkja kjósendur sína og kosningaloforð fyrir lítið. Þykir framsóknarmönnum sem hann fari stundum frjálslega með staðreyndir og eitt sinn fyrir skömmu þótti einum þeirra, sem til Sigurjóns heyrði, nóg komið og svaraði:

Sigurjón með sagnabálk
sannarlega skrýtinn.
Skapa ætlar úr mér skálk
skammarlega lítinn.

Athugasemdir