Í vikunni hóf Ögmundur Jónasson umræðu um þensluna í efnahagslífinu og tengdi lækkun krónunnar við stóriðjuframkvæmdirnar og frekari áform í þeim efnum, að venju vék hann eitthvað að Framsóknarflokknum. Einn hlustandi skrifaði hjá sér ræðuna á eftirfarandi hátt, en vafi leikur á að hann hafi tekið rétt eftir:
Ömmi séð hefur álversljósið
efnahagsbatinn vísar.
Hann er kominn í framsóknarfjósið
og framfaramálin prísar.
Athugasemdir