Vísa vikunnar (48): Mínir hagir munu ei duldir

Molar
Share

Aðalsteinn Valdimarsson, bóndi á Strandseljum við Ísafjarðardjúp, kynnti sig með þessum orðum á hagyrðingamótinu á Hólmavík síðastliðið sumar:

Mínir hagir munu ei duldir,
mest er lífið eintómt streð.
Hjá mjer vaxa skegg og skuldir,
skjátubúskap þrauka með.

Kannske brot af kostum snjöllum
komi fram sje leitað að
en ekki lýsi jeg eigin göllum,
aðrir betur gera það.

Athugasemdir