Vísa vikunnar (37): Þótt vondur sé Alþýðuflokkurinn.

Molar
Share

Vísa vikunnar er að þessu sinni sótt vestur í Arnarfjörð. Raunar eru vísurnar tvær, höfundur er Pétur Þorsteinsson, sem þá var kaupfélagsstjóri á Bíldudal í Kaupfélagi Arnfirðinga. Pétur flutti síðar vestur í Tálknafjörð og veitti lengi forstöðu Hraðfrystihúsi Tálknafjarðar hf. Upp á vegg í húsnæði Vélsmiðjunnar Loga hf á Patreksfirði hangir innrammað sendibréf frá Pétri til Sæmundar Kristjánssonar, sem þá var eigandi og forstjóri fyrirtækisins. Sæmundur var Alþýðuflokksmaður. Bréfið er dagsett á Bíldudal 8. maí 1964 og er svohljóðandi:

Ég sendi þér hérna Sæmundur minn
silfurgljáandi Bedfordinn.
Ég treysti þér best að taka hann inn
og tjasla eitthvað við farkostinn.

Þú lætur mig vita það ljúfurinn
þá lokið er við Bedfordinn.
Ég kveð þig með virðingu, vinur minn
þótt vondur sé Alþýðuflokkurinn.

( og settu í ruslið reikninginn)

f.h. Kf. Arnfirðinga
Pétur Þorsteinsson

Athugasemdir