Vísa vikunnar (36): Bæjarstjórnin býsna kná

Molar
Share

Á Blönduósi er gefið út vikulega auglýsingarit, sem nefnist Glugginn. Fastur liður í blaðinu er vísa vikunnar og í síðasta mánuði var þessi vísa eftir Gísla á Mosfelli í tilefni af stofnun hafísseturs á Blönduósi:

Bæjarstjórnin býsna kná
birtir úrlausn vandans,
græða virðist ætla á
erkifjanda landans.

Nú er tilefni fyrir Húnvetninga að yrkja um væntanlega sektarinnheimtu á Blönduósi. Þar virðist sem þeir muni græða á dugnaði lögreglu sinnar.

Athugasemdir