Vísa Sigmundar í Hælavík um íhaldið, sem var vísa síðustu viku kallaði á andsvör, eins og Sigmundur hefur líklega gert ráð fyrir. Sveitungi hans, Haraldur Stígsson frá Horni í Hornvík, tók við sér þegar hann frétti af yrkingum Sigmundar. En Haraldur var þá staddur austur á Siglufirði á síldarvertíð. Vísa Haraldar er svona:
Íhaldsnornin leið og ljót,
lamar hugi manna.
Sundur kremja sannleiksrót,
sverðin burgeisanna.
Athugasemdir