Grímur Gíslason, hinn síungi fréttaritari Ríkisútvarpsins á Blönduósi, tók áskorun Magnúsar Ólafssonar frá Sveinsstöðum í áskorendaleik hagyrðinga sem haldinn var í tengslum við fjölskylduhátíðina Matur og menning á Blönduósi. Hátið fór fram um nýliðna helgi og tókst vel eins og vænta mátti af Húnvetningum.
Vísa Gríms var svona:
Þeir sem vilja bregða brag
og beita orðsins sverði,
hafi til þess húnvetnsk lag
til heilla svo það verði.
Athugasemdir