Vísa vikunnar (152): Eitthvað heggur kaldan kjöl

Molar
Share

27. október 2010.

Vísa vikunnar kemur að þessu sinni úr Sögu Íslendinga VIII.,I. Tímabilið 1830-1874 , fyrri hluti. Í kaflanum um bókmenntir og listir er sagt frá Hjálmari Jónssyni, Bólu- Hjálmari, sem ólst upp í Eyjafirði eins og kunnugt er. Hann mun snemma hafa sýnt hæfileika sína:

Sex ára fór Hjálmar á róðrarbát yfir Eyjafjörð með góðvini Sigríðar á Dálksstöðum, fósturmóður Hjálmars. Hrefna snerti bátinn. Þá kvað Hjálmar:

Eitthvað heggur kaldan kjöl,
kippir leið af stafni.

Ferjumaður var skáldmæltur og bætti við:

Okkur beggja ferjufjöl
flýtur í drottins nafni.

Athugasemdir