21. ágúst 2009.
Staðarhóls Páll var stórbokki en mikið skáld. Eitt sinn var hann á siglingu inn Breiðafjörð og fór í kapp við annað skip. Kom hann að skeri er heitir Gassasker. Vildi þá háseti á bát hans beita fyrir skerið, en Páll svaraði að bragði:
Ýtar sigla austur um sjó
öldujónum káta,
skipið er nýtt en skerið hró
skal því undan láta.
Lyktirnar urðu að skipið barst á skerið og brotnaði í spón, fórst þar einn eða fleiri af mönnum Páls og farmur allur.
Athugasemdir