Vísa vikunnar (133): Dregst í bólið drengjaval

Molar
Share

25. apríl 2009.

Hagyrðingar hafa þann sið að hittast árlega og kalla mót sitt Bragaþing. Næsta Bragaþing verður í Landbroti í lok ágúst, laugardaginn þann 29.

Fyrsta raunverulega landsmótið var á Laugum í Sælingsdal 1991 og þar gerði Jói í Stapa(nú í Varmahlíð) þessa vísu þegar stökusmiðir gengu til náða:

Dregst í bólið drengjaval
dofnar máttur ljóða.
Sígur yfir Sælingsdal
sumarnóttin hljóða.

Athugasemdir