Vísa vikunnar (118): Vöku léttum, fræði fróð

Molar
Share

11. apríl 2008.

Í vísnakveri Daníels Ben eru einar 250 sléttubandavísur, en þær vísur má lesa jafnt afturábak sem á venjulegan veg. Hér koma þrjár þær fyrstu.

Vöku léttum, fræði fróð
fjötrum sléttuböndum.
Stöku fléttum, okkar óð
orðum nettum vöndum.

Lagar málminn höndin hög,
heggur, borar, lemur,
sagar, rennir, meitlar. Mjög
merkan hagleik temur.

Meinum strjálar hyggjan hlý,
hreystin málar kinnar.
Hreinum bálar augum í
eldur sálar þinnar.

Athugasemdir