Vísa vikunnar (116): Latur penna tók í tog

Molar
Share

18. febrúar 2008.

Í árbók Sögufélags Barðastrandarsýslu 2007 er frásögn Þórðar Marteinssonar frá Siglunesi, sem er ysti bærinn á Barðaströnd. Þar segir Þórður frá reka og nýtingu hans í sínu ungdæmi skömmu fyrir miðja síðustu öld.
Frásögninni lýkur Þórður á þessari vísu:

Latur penna tók í tog
trauðlegt var og snúið.
Amen segi aftur og
allt er efnið búið.

Athugasemdir