Vísa vikunnar ( 106): Fáir keyra fullir heim

Molar
Share

14. september 2007.

Laugardaginn 1. september var haldið landsmót hagyrðinga í félagsheimilinu á Blönduósi. Þar var húsfyllir og margir hagyrðingar stigu í ræðustól og fóru með góðan kveðskap. Einn þeirra var Óskar Sigurfinnsson í Meðalheimi og hér koma tvær vísur eftir hann, en hann var einn þeirra sem sett var fyrir að undirbúa sig og yrkja m.a. um draumadísirnar og lögregluna á Blönduósi.

Fáir keyra fullir heim
sem fara yfir strikið.
Löggan flækist fyrir þeim
sem flýta sér of mikið.

Nú er af sem áður var
á ævi minnar göngu.
Allar draumadísirnar
dauðar fyrir löngu.

Athugasemdir