Vísa vikunnar (105): Þungt er allt mitt þrautarstand

Molar
Share

31. ágúst 2007.

Tímabært er að ýta úr vör vísaþættinum að nýju.

Fyrst verður fyrir valinu vísa eftir Dýrfirðinginn og bóndann Elías Mikael Vagn Þórarinsson (1926-1988) frá Hrauni í Keldudal. Frá Hrauni lá leið hans að næstu jörð Arnarnúpi og bjó um hann tíma þar, en fluttist svo innar í fjörðinn til Sveinseyrar, enda samgöngur erfiðar út í Keldudal. Keldudalur þykir mörgum ægifagur og víst er að Elíasi var dalurinn kær.
Þegar hann skrölti inn Arnarnúpshlíðina varð honum að orði:

Þungt er allt mitt þrautarstand
þokan bylur veginn.
Flyt af mold á svartan sand
sólarleysismegin.

Athugasemdir