12. apríl 2007
Önfirðingar stöðu fyrir hagyrðingakvöldi á Flateyri í byrjun apríl í tilefni af því að á þessu ári eru 100 ár liðin frá fæðingu Guðmundar Inga Kristjánssonar frá Kirkjubóli í Bjarnadal. Var það vel heppnað, margar vísur flugu um bekki og fjölmennt af gestum.
Spurt var hvort hægt væri að nota vatnið úr göngunum til atvinnuuppbyggingar t.d. í brugggerð. Snorri Sturluson svaraði þannig:
Ef hérna á eitthvað að eiga við
atvinnuleysisbölið
þá ættum við finnst mér að fornum sið
að fara að brugga ölið.
Þá verða mun hér önnur öld
með auð og blóm í haga
og Vestfirðinga finnast fjöld
fullir alla daga.
Athugasemdir