Vísa vikunar (98): Nokkrir hljóta af því ör

Molar
Share

21. mars 2007.

Fyrir nokkru var þessari vísu stungið að heimasíðuhöfundi, en í henni er vikið að slæmu gengi Framsóknarflokksins á kjörtímabilinu, sem síst hefur lagast eftir stjórnarskrárbíóið.
Eins og vísan ber með sér er höfundur í Framsóknarflokknum og felur í sér skýringu hans á hinu slæma gengi flokksins.

Nokkrir hljóta af því ör
aðrir dauða í svefni.
Við höfum látið líf og fjör
fyrir undirgefni.

Athugasemdir