Séð hef ég páska setta um jól : vísa vikunnar ( 12 )

Molar
Share

Í eina tíð voru öfugmælavísur vinsælar og einn þeirra sem náði góðum tökum á slíkum kveðskap var Bjarni Jónsson Borgfirðingaskáld, sem uppi var frá um 1560 til um 1640. Hann ólst upp á Húsafelli og bjó að Fellsöxl og í Bæ í Borgarfirði.
Hér er ein öfugmælavísa eftir Bjarna:
Séð hef ég páska setta um jól,
sveinbarn fætt í elli,
myrkur bjart, en svarta sól,
sund á hörðum velli.

Athugasemdir