Höfundur fundinn að vísu vikunnar ( 6 )

Molar
Share

Fyrir nokkru var vísa vikunnar ( 6 ) úr Strandasýslu en höfundur var ekki nafngreindur, þar sem heimasíðuhöfundur hafði þá ekki fulla vissu um hver hann er. Nú er það komið á hreint. Höfundurinn var Aðalheiður Þórarinsdóttir frá Hjaltabakka, sem lengi bjó að Ósi í Steingrímsfirði í Strandasýslu.
Til upprifjunar er vísan svona:
Það mun batna þjóðarhagur
þegar Framsókn tekur við.
Þá verður margur mánudagur
til mæðu fyrir íhaldið.

Athugasemdir