Færeyingar fá að veiða makríl í lögsögu ESB

Pistlar
Share

Formaður íslensku samningarnefndarinnar í markílviðræðunum sagði í viðtali við Ríkisútvarpið þriðjudaginn 18. mars að Íslendingum aldrei hefði staðið til boða af hálfu Norðmanna og Evrópusambandsins að fá að veiða í lögsögu þeirra. Það hafi að vísu verið markmið Íslendinga en ekki hafi verið ljáð máls á því. Þar sem verðmæti makrílsins verður miklu meira ef unnt verður að veiða hann í desember – janúar í stað júní- ágúst er það mikið kappsmál Íslendinga að ná slíkum samningum. Ávinningurinn gæti orðið um 10 milljarðar króna á hverju ári miðað við svipaða veiði og verið hefur undanfarin ár.

Þessi yfirlýsing er athyglisverð í því ljósi að Færeyingar fengu ákvæði í nýgerðum samningi sínum við Norðmenn og ESB sem heimilar þeim að veiða allt að 46.580 tonn af makríl í lögsögu Evrópusambandsríkjanna og að auki 25.000 tonn af svonefndum blue whiting. Fréttavefurinn Undercurrentnews.com greinir frá þessu á mánudaginn var. Samningurinn er til 5 ára og er gert ráð fyrir því að Færeyingar muni veiða makrílinn í skoskri lögsögu. Þá geta þeir veitt makrílinn á þeim árstíma sem hann er verðmætastur.

Það fer ekki á milli mála að þetta ákvæði gefur Færeyingum mikið í aðra hönd þar sem útflutninsgverðmæti markílsins verður mun meira. Minna má á það mat Ingibjörn Johannessen, sem greint var frá í síðasta pistli, að það gefi tvöfalt meira verðmæti í aðra hönd.

Spurningin, sem vaknar er hvers vegna Íslensk stjórnvöld geta ekki fengið sambærilega samninga og Færeyingar. Því þyrftu þau að svara. Hvað veldur því að íslendingar fá ekki sama tilboð og Færeyingar?

" onclick="return fbs_click()" target="_blank" class="fb_share_link">Deila á Facebook

Athugasemdir