Skuldirnar eru aðalvandinn

Pistlar
Share

Mikil umræða fer nú fram um skuldir heimilanna og sérstaklega um verðtryggingu þeirra. Verðtryggingin hækkar skuldirnar sjálfkrafa í samræmi hækkun verðlags og þegar verðbólgan er mikil eins og nú þá sér hver lántakandi skuldir sínar hækka hröðum skrefum. Beint samband er á milli verðtryggingar og hækkunar skuldar og því kemur ekki á óvart að krafist sé þess að verðtryggingin verði afnumin. Það kom fram í nýlegri könnun að rúmlega 80% svarenda vildu afnema verðtryggingnu lánsfjár. Spurningin er þá þessi: er verðtryggingin vandinn og mun hagur skuldara batna við það að afnema verðtrygginguna?

Dýrustu lán á Íslandi

Fyrst er rétt að minna á að lán eru dýr hér á landi. Neytaendasamtökin stóðu að könnun árið 2005 á húsnæðislánum í 10 Evrópulöndum í samvinnu við neytendasamtök þeirra landa. Niðurstaðan var sú að húsnæðislánin voru dýrust á íslandi. Vextirnir voru þeir hæstu í löndunum 10. Raunvextirnir voru að jafnaði frá 2 og upp í tæplega 5 prósentustigum hærri en í hinum Evrópulöndunum.

Kostnaður við greiðslu afborgana var einnig mun hærri og uppgreiðslugjald yfirleitt hærra á Íslandi en í hinum löndunum. Það fer því ekki á milli mála að Íslenskir bankar taka mun meira fyrir að lána einstaklingum peninga en bankar í hinum 9 Evrópulöndunum níu. Þessi staðreynd gerir það að verkum að krafan er þung um lækkun vaxta a.m.k. til samræmis við vaxtakjör í samanburðarlöndunum og það myndi muna um 2 – 3% lækkun raunvaxta.

Það er fyrst og fremst hlutverk ríkisstjórnarinnar að vinna að lækkun raunvaxtanna og finna leiðirnar til þess. Því miður verður ekki vart við neina viðleitni af þeim bænum almenningi til hagsbóta. Þvert á móti virðast stjórnarflokkarnir vera uppteknir af því að rýra hlutverk og þýðingu Íbúðarlánasjóðs og vinna að því að færa einstaklingslánin til viðskiptabankanna. Það mun aðeins hækka vaxtakostnað lántakenda. Eign ríkisins á íbúðalánasjóði tryggir lægstu vexti á lánum sem völ er á. Áform stjórnarflokkanna um aftengingu ríkisábyrgðarinnar þýðir einfaldlega vaxtahækkun, sem gæti orðið allt að 1%. Ríkisstjórnin er að vinna gegn hagsmunum almennings og vill gera dýrustu lánin enn dýrari.

Verðtrygging vörn

Mikill stuðningur við afnám verðtryggingar nú bendir til þess að litið sé svo á að sú aðgerð muni lækka vaxtabyrði skuldara. Það er hins vegar afar óvíst að svo verði og að mjög tvíbent aðgerð. Rétt er að benda á að skuldir heimilanna hafa vaxið hröðum skrefum frá 2003, á tímum hás gengis og lágrar verðbólgu. Verðtryggingin dró ekkert úr vilja til lántöku, nema síður sé. Það eru skuldirnar sjálfar sem eru helsti vandinn. Tæp 70% af skuldum heimilanna við bankakerfið eru verðtryggð lán.

Þegar verðbólgan fer af stað eins og nú er þá leiðir verðtryggingin til þess að hækkun skuldanna kemur ekki til greiðslu við næstu afborgun heldur dreifist hækkunin á allar ógreiddar afborganir og kemur því lítill hluti hækkunar til greiðslu hverju sinni. Afnám verðtryggingar myndi hækka greiðslubyrði gríðarlega og verða mörgum óviðráðanlegar.

Væntanlega yrði að banna með lögum verðtryggingu lánsfjár. Það myndi aðeins gilda um óhafin lán en öll lán sem takin hafa verið myndu áfram halda gildi sínu næstu áratugi með ákvæðum um verðtryggingu. Bankarnir myndu væntanlega setja ákvæði um breytilega vexti í ný lán án verðtryggingar og tryggja sig fyrir verðbólgu á hverjum tíma með því að hækka vexti ótt og títt. Líklegt er að vextir myndu síst hafa lækkað þegar upp yrði staðið.

Afnám verðtryggingar almenningi til hagsbóta gerist aðeins í efnahagslegum stöðugleika og við aukna samkepnni í lánamarkaði.

dizi izle dizi dizi izle diziler izle
video izle
youtubevideo izle videolar izle porno izle porno
video izle
tv izle porno izle

Athugasemdir