Vísa vikunnar (104):Spaugstofumanna er minningin sár

Molar
Share

22. maí 2007.

Á vísnakvöldi á Flateyri, sem haldið var nýlega í tilefni af aldarafmæli Guðmundar Inga Kristjánssonar voru hagyrðingarnir spurðir um álit á nýjum þjóðsöng Spaugstofunnar.
Snorri Sturluson, Súgfirðingur, svaraði svona:

Spaugstofumanna er minningin sár
um þá mela og sanda og leir
og þær brekkur og bala og ása og ár
sem að aldreigi sjást munu meir
og þeir verða æfir og draga þá dár
af þeim drengjunum Jóni og Geir
þegar eilífðar smáblóm með titrandi tár
er tekið af lífi og deyr.

Athugasemdir