Frjálslyndir fella ríkisstjórnina

Pistlar
Share

Sjálfstæðisflokkurinn er í óvenjulegri stöðu um þessar mundir. Undanfarna mánuði benda skoðanakannanir til þess að fylgi við flokkinn í næstu Alþingiskosningum verði svipað og í þeim síðustu, kannski um 32-33%. Það yrði mikil áfall enda voru úrslitin þá þau næstverstu í allri sögu flokksins. Í aðsendir grein Gunnars Örlygssonar, alþingismanns, í gær opinberast að óttinn beinist fyrst og fremst að Frjálslynda flokknum.

Gunnar sjálfur benti á það fyrir tveimur árum að Frjálslyndi flokkurinn ætti mikið erindi í stjórnmálin og að hann gæti fengið 10-15% fylgi. Þar hefur hann reynst sannspár eins og kannanir hafa sýnt í vetur. Þá sagði Gunnar um svipað leyti um málefni eldri borgara að "þessi stóri hópur aldraðra er skilinn eftir á köldum klaka og dæmdur til fátæktar á ævikvöldi sínu".

Er nema von að Sjálfstæðisflokkurinn óttist stefnumótið við kjósendur í vor. Ríkisstjórnin stendur höllum fæti og mun falla ef Frjálslyndi flokkurinn fær góða kosningu. Að öðrum kosti eru mestar líkur til þess að ríkisstjórnin muni halda velli. Lykillinn að stefnubreytingu í vor og stjórnarskiptum liggur í árangri Frjálslynda flokksins. Samfylkingin og Vinstri grænir munu ekki fá hreinan meirihluta atkvæða. Það skulu menn hafa hugfast.

Gunnar Örlygsson á greinilega eitthvað óuppgert við fyrrum félaga sína, formann og varaformann Frjálslynda flokksins, og ræðst á þá persónulega auk þess að hrakyrða aðra flokksmenn. Ég er ekki aðili að deilum hans og ætla ekki að blanda mér í þær, en vil þó í vinsemd benda honum á að stóryrði og persónuleg og meiðandi ummæli skila sjaldnast þeim árangri sem að er stefnt.

Gunnar Örlygsson má minnist eigin ummæla frá mars 2005 í Morgunblaðinu, þar sem hann tekur sérstaklega fram að "ég er ekki með þessu að kasta rýrð á störf Magnúsar eða Guðjóns" með því að bjóða sig fram til embættis varaformanns í Frjálslynda flokknum. Einnig segir hann: "Nei síður en svo, Magnús hefur verið mjög duglegur og er mörgum góðum kostum búinn".

Pistilinn birtist í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir