Bresku kosningarnar, heimsókn til LibDem

Pistlar
Share

Í lok apríl fór ég ásamt Elsu í heimsókn til Frjálsra demókrata, systurflokks Framsóknarflokksins í Bretlandi,til þess að fylgjast lítillega með kosningabaráttunni. Meðal annars fórum við til Watford og hittum frambjóðanda flokksins þar, Sal Brinton. LibDem stefnu að því að vinna þingsæti í Watford af Verkamannaflokknum og þegar upp var staðið munaði litlu að það tækist.

Einnig fórum við til Cambridge og þar vannst þingsæti af Verkamannaflokknum, með góðum stuðningi stúdenta.

Á baráttudegi verkamanna, 1. maí, vorum við á útifundi á Trafalgar torgi, aðalræðumaður var Tony Benn.

Athugasemdir