Vísa vikunnar (86):það ætti að bora gat við gat

Molar
Share

20. nóvember 2006.

Mikil umræða er um jarðgöng víða um land og þörfin er talin brýn eins og gefur að skilja.
Og eftir hina byltingarkenndu samgöngubót sem jarðgöngin fyrir vestan undir Breiðadals-og Botnsheiðar reyndust orti Súgfirðingurinn Snorri Sturluson:

Í það gef ég algjört frat
að aka fannir breiðar
það ætti að bora gat við gat
í gegnum allar heiðar.

Athugasemdir