Vísa vikunnar (73): Hjaltadals er heiðin níð

Molar
Share

14. ágúst 2006.

Vísa vikunnar er eftir Jón á Bægisá. Henni skýtur upp í tilefni þess að um helgina voru pílagrímagöngur að Hólum í Hjaltadal meðal annars úr Hörgárdal um Hjaltadalsheiði. Séra Jóni hefur greinilega ekki litist nema mátulega vel á heiðina:

Hjaltadals er heiðin níð
hlaðin með ótal lýti.
Fjandinn hefur á fyrri tíð
forðað sér þaðan í víti.

Athugasemdir