Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum, nú búsettur á Blönduósi, leggur til vísu vikunnar.
Fyrir nokkru var mjög um það rætt hvort Jón Baldvin kæmi aftur inn í stjórnmálin. Þá orti Magnús:
Aldrei Solla frelsar frón
frekar slök á flugi.
Betur ýmsir ætla Jón
afturgenginn dugi.
Sumum bragfræðngum fannst ofstuðlun í þessu og einn sagði: frekar slök á flugi.
Maggi, þú veizt það, jeg veit það. Þú ert miklu betri en þetta.
Magnús, sem er einkaflugmaður var fljótur að snúa sér út úr þessu og sagði:
Orðin hef ég ekki mörg
engu vil ég ljúga
Eflaust skárri en Ingibjörg
er ég nú að fljúga
Athugasemdir