Vísa vikunnar (38): Lætur hátt í Hannibal

Molar
Share

Vísa vikunnar er frá framboðsfundi í Bolungavík, líklega fyrir Alþingiskosningarnar síðari árið 1959, þær fyrstu í Vestfjarðakjördæminu. Þar tókust á Hannibal Valdimarsson og Sigurður Bjarnason frá Vigur, sem enn lifir í hárri elli. Báðir voru þeir lengi alþingismenn Vestfirðinga. Sigurður átti sterkt vígi í Bolungavík, sem var stundum Hannibal mótdræg og er minnisstæður atburðurinn 1932 þegar Hannibal var fluttur nauðugur frá Bolungavík til Ísafjarðar. Höfundur er ókunnur.
Vísan ber þess merki að Sigurður átti góðan stuðning í Bolungavík:

Lætur hátt í Hannibal
hann er að gala á sigur.
Hræðir ekki hanagal
hetjuna frá Vigur.

Athugasemdir