Íslamska ríkið og lokabaráttan

Pistlar
Share

Sprengjuárásirnar í París staðfestu ákveðna eðlisbreytingu í baráttu hryðjuverkasamtakanna sem standa að íslamska ríkinu. Samtökin sýna aukinn styrk sinn með því að geta gert árásir langt utan sinna landamæra en aðgerðirnar eru líka staðfesting á því að þau eiga í vök að verjast á heimavígstöðvum, einkum vegna hernaðaraðgerða erlendra ríkja.

Íslamska ríkið frá 2006

Íslamska ríkið er sannarlega orðið ríki, sem ræður yfir stórum landssvæðum, aðallega í Írak og á Sýrlandi þar sem búa a.m.k. 10 milljónir manna . Enska skammstöfunun er ISIS og stendur fyrir Islamic State of Iraq and Syria. Reyndar er átt við stærra landssvæði en núverandi Sýrland, sem nær til gömlu Palestínu ( með núverandi Líbanon og Ísrael).

ISIS ræður yfir landssvæðum í Írak, Sýrlandi, Líbíu, Nígeríu og Afganistan. Þá eru virkir vopnaðir hópar sem styðja ISIS í Norður Afríku og Suður Asíu. ISIS hafa verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök af Sameinuðu þjóðunum, Evrópusambandinu, Bandaríkjunum og ýmsum öðrum ríkjum. Um 60 ríki eru í stríðsátökum beint eða óbeint við ISIS.

ISIS eru herská vopnuð samtök Sunni Araba frá Írak og Sýrlandi, sem aðhyllast Wahhabi eða salafi kenningu Islam. Samtökin urðu til í Írak árið 1999 og tóku þátt í gagnárás ýmissa hópa araba á heri þjóða hinna viljugu eftir innrásina í Írak árið 2003. ISIS samtökin studdu Al kaida og lýstu ásamt öðrum andspyrnuhreyfingum yfir stofnun íslamsks ríkis í Írak í október 2006, Islamic State of Iraq, ISI. Borgarstyrkjöldin í Sýrlandi hófst 2011 og ISI sendi bardagamenn þangað sem réðust bæði á uppreisnarmenn og stjórnarherinn. Tveimur árum seinna, í apríl 2013 útvíkkuðu samtökin ríki sitt frá írak yfir til Sýrlands líka og ISIS varð til. Á síðasta ári gengu ISIS enn lengra og lýstu yfir stofnun kalifatdæmis. Með því er krafist Þess að múslimar um heim allan lúti kalifatdæmi þeirra og beygi sig undir trúarleg, pólitísk og hermaðarleg yfirráð ISIS.

Trú og markmið

Markmið ISIS eru skilyrðilaus yfirráð yfir öllum múslimum. Þýski blaðamaðurinn Jürgen Todenhofer dvaldi í Mosul meðal ISIS um tíma og segist hafa orðið þess áskynja að markmið samtakanna væri heimsyfirráð og sérstaklega fannst honum sláandi rótgróin andúð ISIS á lýðræði sem birtist honum í þeirri trúarsetningu að öllum trúarbrögðum sem samrýmdust lýðræði yrði að útrýma. ISIS fylgir ströngum túlkunum á Islam líkt og Wahhabi í Saudi Arabíu og litið er á þá sem ekki aðhyllast þeirra túlkunum sem trúníðinga. Saudar og áhrif þeirra eru mjög áberandi innan ISIS. Þetta hefur meðal annars gert það að verkum að ISIS er í andstöðu við hryðjuverkasamtökin Hamas vegna ólíka túlkana á islam.

Eitt að því sem helst einkennir ISIS eru trú liðmanna þeirra á óumflýjanlegt uppgjör á heimsvísu milli góðs og ills þar sem ISIS muni sigra heri Rómar (kristninnar) og hinir illu fá makalegan dóm í hinum æðsta dómi guðs. Í þessu felst að þeir sem fórna lífi sínu í þágu hins góða málstaðar fái að launum eilífa vist í himnaríki. Trúarlegur ágreiningur leiddi til þess að ISIS sagði skilið við Al Kaida, þar sem síðarnefndu samtökum taka ekki undir heimsendaspána og láta nægja að berjast gegn spillingu og einræði. ISIS kemur fram af mikilli grimmd við svonefnda trúvillinga, sem eru allir þeir sem ekki aðhyllast þeirra eigin öfgakenndu túlkun á islam. Þeir drepa miskunnarlaust andstæðinga sína og hneppa fólk, einkum konur, í þrældóm.

b>Afsprengi vestrænna mistaka

Óöld hefur ríkt í mörgum ríkjum islamskrar trúar um áratugaskeið. Afganistan jefur verið suðupottur síðan 1980 þegar Sovétríkin réðust þangað inn með mikinn her og síðar Bandaríkjamenn árið 2001. Í Miðausturlöndum varð innrásin í Írak árið 2003 kveikjan að upplausninni sem ríkt hefur á þessu svæði síðan. Fyrrverandi utanríkisráðherra Breta, David Milliband hefur viðurkennt í blaðaviðtali að innrásin í írak hafi skapað ISIS. Hvert hryðjuverkið á fætur öðru hefur riðið yfir sem rekja má til afleiðingar innrásinnar. Nefnda má þau síðustu: sprengingarnar í Beirút daginn fyrir Parísarmorðin og rússneska flugvélin sem sprengd var í loft upp yfir Sinaiskaga í Egyptalandi. Herir ISIS hafa náð gríðarlegu magni af vopnum í Írak af stjórnarhernum. Leyniþjónusta Bandaríkjanna telur að ISIS hafi fengið um 20.000 bardagamenn frá erlendum ríkjum, flestir koma frá Túnis og Saudi Arabíu, en mjög margir frá ýmum Evrópuríkjum.

Tvíbent Vesturlönd og heimavandi

Bent er á að ISIS afli mikilla tekna með því að selja olíu einkum til Tyrklands og leiðin til ISIS hefur verið að mestu opin í gegnum Tyrkland. Vesturveldin hafa aðeins lagt áherslu á að halda ISIS í skefjum með loftárásum en ekki lagt í landhernað. Helstu bandamenn Bandaríkjanna á svæðinu eru Saudi Arabía og Tyrkland. Tekist hefur að þvinga Tyrki til þess loka landamærunum betur og loftárásirnar ásamt afskiptum Rússa hefur þrengt að ISIS á heimavígstöðvum. Það skýrir líklega hryðjuverkin í París. ISIS er ríki í stríði bæði við múslima og kristnu Vesturlöndin. Heimavandi Vesturlandanna liggur í misheppnuðum innrásum sem byggðust á úreltri heimsmynd, röngum bandamönnum og of sterkum ítökum þeirra sem hagnast á stríðsrekstri.

greinin birtist í BB fimmtudaginn 19. nóvember sl.

" onclick="return fbs_click()" target="_blank" class="fb_share_link">Deila á Facebook

Athugasemdir