Hanna Birna ónýtir sóknarfæri Sjálfstæðisflokksins

Pistlar
Share

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki svipur hjá sjón eftir bankahrun. Flokkurinn hefur tapað a.m.k. um 10% af föstu kjörfylgi sínu í Alþingiskosningum og er að festast í um 25% kjörfylg á landsvísu. Í höfuðvígi sínu er staðan alvarleg. Flokkurinn beið afhroð fyrir Besta flokknum 2010 og útlit er fyrir að sagan endurtaki sig í vor.

Í haust voru merki þess að Sjálfstæðisflokkurinn væri að ná vopnum sínum. Hann var búinn að finna mál sem snerti alla landsmenn, Reykjavíkurflugvöll og studdi lamenna hagsmuni gegn sérhagsmunum. Undirskriftasöfnunin fyrir Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýrinni heppnaðist afbragsvel. Sjötíu þúsund undirskriftir eru met sem seint verður slegið. Allar kannanir sýna að allur þorri landsmanna jafnt sem Reykvíkinga vill að flugvöllurinn verði áfram þar sem hann er. Landsmenn, og sérstaklega Reykvíkingar vilja að Reykjavík verði áfram höfuðborg þjóðarinnar og axli ábyrgð sem þeirri stöðu fylgir. Núverandi meirihluti borgarstjórnar ásamt Vinstri grænum horfa hins vegar á byggingarlandið í Vatnsmýrinni og vilja innleysa í borgarsjóð stórfelldan ætlaðan gróða. Þetta má er kjörið fyrir Sjálfstæðisflokkinn til þess að sækja fram í borginni og ávinna sér traust. Prófkjörið sem framundan er hjá flokknum hefuraugljóslega haft þann tilgang að velja forystu sem fylgir þessari stefnu og að skáka til hliðar þeim sem hafa sett hornin í flugvöllinn.

Þegar áætlunin er komin á fleygiferð og virðist ætla að ganga upp grípur Innanríkisráðherra til sinna ráða og ónýtir sóknarfærið. Hún, sem fyrrverandi borgarstjóri sem vill völlinn burt, semur við annar fyrrverandi borgarstjóra, sem vill völlinn burt og núverandi borgarstjóra, sem vill völlinn burt, um að ríkið og borgin setji málið í 6 ára bið. Innanríkisráðherrann, fyrirverandi formannsframbjóðandi í Sjálfstæðisflokknum sér fram á að baráttan um að ýta flugvellinum úr Vatnsmýrinni tapist og semur um biðleik til þess að koma í veg fyrir að kjósendur geti fylgt eftir vilja sínum með skýrum hætti í borgarstjórnarkosningunum næsta vor.

Biðleikurinn er illa dulið yfirvarp. Samningsaðilarnir eru eftir sem áður sammála um að flugvöllurinn eigi að fara. Það er ekki orð um að flugfarþegar á Reykjavíkurflugvelli fái loks sómasamlega flugstöð. Áfram ætla borgarstjórarnir þrír að koma í veg fyrir úrbætur. Það á hins vegar að verja hundruðum milljóna króna í rándýra úttekt til þess að leita að öðru vallarstæði innan höfuðborgarinnar. Það er búið að kemba þann akur og niðurstaðan liggur fyrir. Vatnsmýrin er eini staðurinn sem eitthvert vit er í. Aðrir kostir eru flugtæknilega verri og allir kosta tugi milljarða króna, sem ríkið á ekki til og mun ekki eiga fyrir á næstu áratugum. Samkomulagir grundvallast á því að flugvöllurinn fari, ekki á því að hann verði áfram. Það er engin stefnubreyting sem felst í samkomulaginu.

Borgarstjórarnir þrír geta ekki stillt sig um að grafa undan flugvellinn, jafnvel í sáttasamkomulaginu. Þeir eru sammála um að loka þriðju flugbrautinni strax. Strax mun ekki hafa neina vigdíska meiningu heldur þýða strax. Það hefur áhrif á gildi flugvallarinar og veikir hann. Leifur Magnússon, verkfræðingur og fyrrverandi formaður Flugráðs og einn helsti sérfræðingur landsins um flugmál varaði við því í grein í Mbl 21.3. 2013 að loka stuttu flugbrautinni Hann bendir á að það fjölgi þeim dögun sem flugvöllurinn verði lokaður vegna veðurs og að það verði þá að a.m.k. að opna á Keflavíkurflugvelli flugbraut sem hefur sömu stefnu til þess að draga úr áhrifunum.

Eftir situr Sjálfstæðisflokkurinn sviptur baráttumáli sínu og sóknarfæri af eigin forystumanni.

" onclick="return fbs_click()" target="_blank" class="fb_share_link">Deila á Facebook

Athugasemdir