Í sveitarstjórnarkosningunum í vor voru persónukosningar í nokkrum sveitarfélögum á Vestfjörðum.
Í Strandabyggð voru kosnir fimm fulltrúar í sveitarstjórn. Flest atkvæði fékk Jón Gísli Jónsson, fráfarandi oddviti eða 127. Næst var Ingibjörg Benediktsdóttir 102 atkvæði, þá Guðfinna Lára Hávarðardóttir 82 atkvæði, Eiríkur Valdimarsson 52 atkvæði 52 og síðastur inn sem aðalmaður var Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir með 49 atkvæði. Oddviti var kjörinn með þremur atkvæðum Ingibjörg Benediktsdóttir.
Næstur inn voru Pétur Matthíasson með 40 atkvæði, Ásta Þórisdóttir 39 atkvæði, Hafdís Gunnarssdóttir 37 atkvæði og Jón Jónsson 35 atkvæði. Hins vegar er kosið sérstaklega um varamenn og taka þarf saman atkvæði sem viðkomandi fær sem aðalmaður og sem varamaður áður en hægt er að ákvarða röð varamanna. Endanleg röð varamanna varð þannig að Hafdís Gunnarsdóttir er fyrsti varamaður, Ásta annar varamaður, Pétur þriðji, Jón fjórði og Egill Victorsson er fimmti varamaður.
Í Reykhólahreppi urðu úrslit þau að sem aðalmenn hlutu kosningu Ingimar Ingimarsson með 108 atkvæði, Árný Huld Haraldsdóttir með 83 atkvæði, Jóhanna Ösp Einarsdóttir með 55 atkvæði
Karl Kristjánsson með 47 atkvæði og Embla Dögg Bachmann Jóhannsdóttir 42 atkvæði.
Ingimar Ingimarsson var kjörinn oddviti með öllum greiddum atkvæðum.
Næstu menn inn sem aðalmenn voru Ágústa Ýr Sveinsd. sem fékk 32 atkv., Rebekka Eiríksd. 30 atkv., Bergur Þrastarson 24 atkv., María H. Maack 22 atkv. og Herdís E.Matthíasd. 22 atkv.
Ágústa hlau kjör sem 1. varamaður í hreppsnefnd, Rebekka er 2. varamaður. Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir er 3. varamaður, Herdís varð 4. varamaður og fimmti varamaður er Sveinn Ragnarsson.
Í Kaldrananeshreppi varð Finnur Ólafsson efstur með 64 atkvæði, næstur Ingólfur Árni Haraldsson með 54 atkvæði, Þá Eva Katrín Reynisdóttir og Margrét Ólöf Bjarnadóttir báðar með 25 atkvæði og síðasti kjörni aðalmaður er Arnlín Óladóttir með 23 atkvæði.
Ekki fengust upplýsingar um röð og atkvæðamagn næstu manna sem aðalmenn. Þá gaf Finnur Ólafsson, oddviti aðeins upp röð kjörinna varamanna en ekki atkvæðatölur. Halldór Logi Friðgeirsson er fyrsti varamaður, þá Bjarni Þórisson, Kristín Einarsdóttir, Ingi Vífill Ingimarsson og Ómar Pálsson er síðastur varamanna.
Fundargerður Kaldrananesshrepps eru ekki aðgengilegar en Finnur Ólafsson mun hafa verið endurkjörinn oddviti.
Árneshreppur er fjórða sveitarfélagið sem viðhafði persónukjör í sveitarstjórn. Það hlutu kjör sem aðalmenn Arinbjörn Bernharðsson, Guðlaugur Ágústsson og Bjarnheiður Fossdal með 24 atkvæði hvert svo og Eva Sigurbjörnsdóttir og Björn Torfason með 23 atkvæði hvort. Eva Sigurbjörnsdóttir verður áfram oddviti og hlaut öll fimm atkvæðin.
Ingólfur Benediktsson, formaður kjörnefndar veitti ekki upplýsingar um röð og atkvæðamagn næstu manna inn sem aðalmenn. Varamenn voru kjörin Magnús Karl Pétursson með 23 atkvæði, Úlfar Eyjólfsson fékk 21 atkvæði, Sigursteinn Sveinbjörnsson og Elín Agla Brien fengu 20 atkvæði hvort um sig og síðastur kjörinna varamanna er Sigrún Ósk Ingólfsdóttir með 15 atkvæði.
Athugasemdir